Á Deplum er allt innifalið fyrir það sem fólk þarf. Hér þarf ekki að lyfta veski. Hér skipuleggjum við ferðina mikið fyrir komu fólks til okkar.
Haukur hefur stýrt Eleven Experience á Íslandi síðustu sjö árin og hefur haft í nógu að snúast.
Haukur hefur stýrt Eleven Experience á Íslandi síðustu sjö árin og hefur haft í nógu að snúast. — Morgunblaðið/Brynjólfur Löve

Innarlega í Fljótum í Skagafirði, suður af hinu svokallaða Stífluvatni, rís húsaþyrping, svört að lit og þakið alsett torfi. Aðkomumenn hljóta að spyrja hvað þarna sé að finna. Of stórt er það fyrir heimili, jafnvel þótt óðalsbóndi ætti í hlut. En sennilega of lítið til þess að hýsa umfangsmikla starfsemi – eða hvað?

Árið 2016 var tekið í notkun lúxushótel á Deplum sem fyrirtækið Eleven Experience, sem er í eigu bandarískra hjóna, hafði reist og það átti sér ekki, og á raunar ekki enn, nokkra hliðstæðu hér á landi. Það samanstendur af 13 stórum og afar vel útbúnum herbergjum, veitingasölum, bar, sundlaug og heitum pottum, líkamsræktaraðstöðu, setustofum af ólíku tagi og þannig mætti áfram telja. Rúmt er um alla gesti og starfsemina og kyrrðin svífur yfir vötnum og göngum hótelsins.

Haukur B. Sigmarsson

...