Fjölskyldan Sigurður, Rakel, synir, tengdadætur og barnabarnið í sumar. Æskuheimili Sigurðar í Seljahverfi er í bakgrunninum.
Fjölskyldan Sigurður, Rakel, synir, tengdadætur og barnabarnið í sumar. Æskuheimili Sigurðar í Seljahverfi er í bakgrunninum.

Sigurður Brynjar Pálsson er fæddur 21. september 1974 í Reykjavík. Fyrstu árin ólst hann upp í Bakkahverfi í Breiðholti og síðan í Seljahverfinu.

„Æskuminningarnar eru ótrúlega góðar og ég ólst upp á afar kærleiksríku og hvetjandi heimili. Á þeim tíma var helsti leikvöllurinn nýbyggingar og byggingarsvæði. Kannski má segja að áhugi minn á byggingariðnaði hafi komið strax fram þá. Heiðmörkin var heldur ekki langt undan, þangað var farið í marga könnunarleiðangra, t.a.m. hellaskoðanir. Farið var hratt yfir á svokölluðum BMX-hjólum.

Blaðburður í nærliggjandi götur var mín helsta tekjulind og það að selja áskrift að aukablöðunum. Mánaðarleg innheimta á áskriftargjöldum færði mig nær nágrönnum mínum. Ég held að ég hafi búið yfir ansi mörgum upplýsingum um fólk og fjölskyldur í hverfinu sem ekki margir vissu af. Dúfubransinn spilar einnig

...