Faye, heimildarmynd um leikkonuna Faye Dunaway, hefur vakið athygli og fengið góða dóma. Myndin var frumsýnd á Cannes í sumar og hefur síðan verið sýnd víða, þar á meðal á Sky-sjónvarpsstöðinni. Leikstjóri myndarinnar er Laurent Bouzereau, sem er…
Leikkonan varð heimsfræg fyrir leik sinn í Bonnie og Clyde.
Leikkonan varð heimsfræg fyrir leik sinn í Bonnie og Clyde. — Mynd/Wikipedia

Faye, heimildarmynd um leikkonuna Faye Dunaway, hefur vakið athygli og fengið góða dóma. Myndin var frumsýnd á Cannes í sumar og hefur síðan verið sýnd víða, þar á meðal á Sky-sjónvarpsstöðinni. Leikstjóri myndarinnar er Laurent Bouzereau, sem er þaulvanur leikstjóri heimildarmynda og gerði meðal annars afar góða mynd um leikkonuna Nathalie Wood og dapurleg örlög hennar.

Faye Dunaway veitir sjaldan viðtöl og hefur alla tíð haldið einkalífi sínu fyrir sig. Myndin telst því til tíðinda en þar er rætt við leikkonuna sjálfa, son hennar, samstarfsmenn og vini, þar á meðal leikkonuna Sharon Stone sem sparar ekki hrósið í umsögnum um vinkonu sína.

Dunaway er orðin 83 ára gömul. Það sést ekki á henni en greinilegt er að hún hefur farið í allmargar lýtaaðgerðir sem veldur því að útlit hennar virkar óþægilega gervilegt. Hún

...