Sambíóin Blink Twice / Blikkaðu tvisvar ★★★★· Leikstjórn: Zoë Kravitz. Handrit: Zoë Kravitz og E.T. Feigenbaum. Aðalleikarar: Naomi Ackie, Channing Tatum, Adria Arjona og Alia Shawkat. Bandaríkin, 2024. 102 mín.
Tryllir „Á heildina litið er Blikkaðu tvisvar skemmtilegur félagslegur tryllir sem er þess virði að sjá,“ segir rýnir. Með aðalhlutverkin fara Channing Tatum og Naomi Ackie.
Tryllir „Á heildina litið er Blikkaðu tvisvar skemmtilegur félagslegur tryllir sem er þess virði að sjá,“ segir rýnir. Með aðalhlutverkin fara Channing Tatum og Naomi Ackie.

Kvikmyndir

Jóna Gréta

Hilmarsdóttir

Blikkaðu tvisvar er svokallaður félagslegur tryllir (e. social thriller), en í þeirri kvikmyndagrein blandast saman einkenni úr spennumyndum, hryllingsmyndum og raunsæismyndum. Í félagslegum tryllum eru félagsleg átök fléttuð inn í söguþráðinn og höfundar þeirra eru oft pólitískt meðvitaðir. Kvikmyndagreinin hefur verið áberandi síðustu ár, en leikstjórarnir Jordan Peele og Emerald Fennell eru meðal þeirra sem hafa sérhæft sig í henni. Aðrar nýlegar myndir eins og Sníkjudýrin (e. Parasite, 2019, Bong Joon Ho), Ekki örvænta elskan (e. Don’t Worry Darling, 2022, Olivia Wilde) og Sorgarþríhyrningurinn (e. Triangle of Sadness, 2022, Ruben Östlund) eru einnig góð dæmi um félagslegan

...