Guðmundur Gunnlaugsson fæddist 28. febrúar 1942. Hann lést 11. ágúst 2024.

Útför fór fram í kyrrþey.

Guðmundur maðurinn hennar mömmu, eins og ég nefndi hann gjarnan, kom inn í líf okkar systkina þegar ég var 12 ára. Þá voru mamma og pabbi nýlega skilin og við mjög svo tætt og óörugg, nýlega flutt í sveit úr Reykjavík og ennþá að átta okkur á breytingum þeim er því fylgdi að vera flutt svo afskekkt eins og okkur fannst á þeim tíma. En mjög fljótlega áttuðum við okkur á því að hann var alls ekki að reyna að troða sér inn í okkar líf með stjórnun og látum, þvert á móti leyfði hann okkur að kynnast sér á okkar hraða sem ég sé þegar ég lít til baka hvað það var í rauninni nauðsynlegt. Og er ennþá mikilvægt að hafa í huga hvað viðkemur svona bútasaumsfjölskyldum eins og mamma nefndi gjarnan samsettar fjölskyldur. En að Guðmundi mínum aftur. Hann

...