Sjö þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram frumvarp á Alþingi sem kveður á um afnám stimpilgjalda af fasteignakaupum einstaklinga og tekur það bæði til kaupa á íbúðarhúsnæði sem og kaupa á lögbýlum.

Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins er Vilhjálmur Árnason og segir hann að með aukinni stafrænni þróun séu stimpilgjöld að verða úrelt.

„Stimpilgjald var lagt á til bráðabirgða þegar það var lögfest á sínum tíma og skilgreint sem einhvers konar umsýslukostnaður, en umsýslan við þetta er engin lengur,“ segir Vilhjálmur í samtali við Morgunblaðið.

Hann segir að afnám stimpilgjaldsins verði

...