„Mér finnst gaman að hafa nóg að gera og fór því að fást við þýðingar eftir að hafa starfað lengi í skólakerfinu, bæði sem kennari og skólastjóri. Við megum ekki vinna þegar við eldumst, svo ég tók til hendinni og hef þýtt um tíu bækur
Teiti Brynja Svane les upp úr bók sinni í Bókakaffinu, þýðandinn Sigurlín er hér með bókina í höndunum.
Teiti Brynja Svane les upp úr bók sinni í Bókakaffinu, þýðandinn Sigurlín er hér með bókina í höndunum.

Kristín Heiða Kristinsdóttir

khk@mbl.is

„Mér finnst gaman að hafa nóg að gera og fór því að fást við þýðingar eftir að hafa starfað lengi í skólakerfinu, bæði sem kennari og skólastjóri. Við megum ekki vinna þegar við eldumst, svo ég tók til hendinni og hef þýtt um tíu bækur. Ég vann líka mikið af bókum fyrir Þórð í Skógum, sem Bjarni Harðarson hjá Sæmundi gaf út, en af Þórði hef ég lært mikið um starfshætti og samfélag fyrri tíma. Þórður var yndislegur maður og skrifaði bækur fram í andlátið, en hann lést 101 árs. Við fráfall hans fór ég að svipast um eftir bók sem mér þætti áhugaverð að þýða og þá fann ég þessa íslensk-dönsku konu, Brynju Svane, sem hefur skrifað bækur um ættmenni sín á Vestfjörðum.

Brynja er fædd og uppalin að hluta til á Ísafirði, en hún býr í Danmörku,“ segir

...