Sýning Geirþrúðar Finnbogadóttur Hjörvar, Eftirlits- og hagsmunaaðilar, stendur nú yfir í Gallerí Undirgöngum við Hverfisgötu 76. Haldin verður leiðsögn um sýninguna á morgun, sunnudaginn 22
List Veggverk unnið úr lógóum eftirlitsstofnana og hagsmunasamtaka.
List Veggverk unnið úr lógóum eftirlitsstofnana og hagsmunasamtaka.

Sýning Geirþrúðar Finnbogadóttur Hjörvar, Eftirlits- og hagsmunaaðilar, stendur nú yfir í Gallerí Undirgöngum við Hverfisgötu 76. Haldin verður leiðsögn um sýninguna á morgun, sunnudaginn 22. september, klukkan 16 þar sem Geirþrúður mun fjalla um sýninguna og viðfang hennar.

„Geirþrúður Finnbogadóttir Hjörvar hefur þróað einstakan stíl sem hún byggir á ljóðrænni greiningu á táknum úr efnahagskerfi nútímans,“ segir í tilkynningu. „Á sýningunni Eftirlits- og hagsmunaaðilar er veggverk þar sem lógó eftirlitsstofnana og hagsmunasamtaka birtast. Myndmálið er ekki alltaf augljóst en speglar átök milli eftirlitsaðila og hagsmunaaðila í stöðugu flæði. Verkið varpar fram spurningum um jafnvægi og pólitíska gagnvirkni innan samfélagsins, og í því birtast táknmál og lógó stofnana sem móta valdahlutföllin. Þetta er í senn hugleiðing um opinbera fagurfræði og hið pólitíska samspil í síbreytilegu

...