Bónusverslunin í Borgarnesi er sérstök að mörgu leyti. Í henni versla margir ferðamenn sem eiga leið um héraðið sem leiðir til þess að á sumrin margfaldast veltan og bílastæðið er alltaf pakkfullt. Verslunin er með stærri Bónusbúðum og miðað við höfðatölu í Borgarnesi er veltan þar sérstök
Borgarnes Orka náttúrunnar (ON) hefur sett upp hleðslustöðvar á landfyllingunni í Neðri-Sandvík.
Borgarnes Orka náttúrunnar (ON) hefur sett upp hleðslustöðvar á landfyllingunni í Neðri-Sandvík. — Morgunblaðið/Guðrún Vala

Úr bæjarlífinu

Guðrún Vala Elísdóttir

Borgarnesi

Bónusverslunin í Borgarnesi er sérstök að mörgu leyti. Í henni versla margir ferðamenn sem eiga leið um héraðið sem leiðir til þess að á sumrin margfaldast veltan og bílastæðið er alltaf pakkfullt. Verslunin er með stærri Bónusbúðum og miðað við höfðatölu í Borgarnesi er veltan þar sérstök. Íbúar í Borgarnesi verða mjög glaðir ef þeir sjá kunnuglegt andlit innan um ferðafólkið í Bónus en reyndar hefur heyrst að bæjarbúar keyri jafnvel niður á Akranes í Bónus-verslunina þar til að hafa frið til að versla. Þar er mun rólegra sérstaklega fyrir og um helgar.

Borgarfjarðarbrúin var tekin í notkun 1980 og upp úr 1990 var farið að huga uppfyllingunni við brúarsporðinn í vík sem kallaðist Neðri-Sandvík. Þar standa þessar ágætu byggingar

...