Sú staðreynd sem alltof oft hefur gleymst í þessari umræðu er að húsnæði er alltaf í eigu einhvers …

Úr ólíkum áttum

Úr ólíkum áttum

Ögmundur Jónasson

ogmundur@ogmundur.is

Í ágúst árið 1983 var haldinn frægur fundur í samkomuhúsinu Sigtúni við Suðurlandsbraut í Reykjavík. Þar var krafist fyrir fullu húsi og gott betur, úrbóta í húsnæðismálum. Þetta er rafmagnaðasti fundur sem ég hef sótt og hef ég þó verið á nokkrum kraftmiklum fundum um dagana, enda logaði í bálinu sem þarna var kveikt langleiðina út níunda áratuginn.

Tilefnið var í ætt við það sem við sjáum nú í húsnæðismálum. Fólk hafði ekki ráð á að komast í húsnæði og þeir sem voru komnir með þak yfir höfuðið misstu fótanna unnvörpum. Þegar leið á sumarið þetta ár hafði verðbólgan mælst yfir eitt hundrað prósent. Lán voru öll verðtryggð en launavísitalan hafði um vorið verið tekin úr sambandi. Nú varð til það sem kallað var misgengi launa

...