Eiríkur Egill Sigfússon fæddist 2. október 1955. Hann lést 31. ágúst 2024.

Útför Eiríks fór fram 14. september 2024.

Eiríkur var móðurbróðir minn og mikill uppáhaldsfrændi minn og okkar systkinanna frá Krossi. Hann var einstaklega ljúfur, góður og þolinmóður við okkur. Margar góðar og skemmtilegar minningar koma upp í hugann.

Einu sinni voru foreldrar okkar Sigga, mamma systir Eiríks og pabbi Gutti, á ferðalagi með bændum í sveitinni og voru í burtu í nokkra daga að mig minnir. Eiríkur frændi kom þá til okkar í Kross og var meðal annars að hjálpa okkur með búskapinn til dæmis að mjólka kýrnar. Ekki man ég hvað við vorum gömul. Hann kom til okkar á Lödunni sinni. Þegar var búið að mjólka þá um kvöldið og við búin að borða og gengið var til hvílu langaði okkur systkinin óskaplega mikið til að fara í

...