Karl Kristján Sigurðsson fæddist 14. maí 1918. Hann lést 1. september 2024.

Útför hans fór fram 9. september 2024.

Í dag kveðjum við elsku afa Kalla.

Af því tilefni langar mig að þakka þér elsku afi fyrir svo ótal margt sem þú hefur gert fyrir mig og veitt mér síðustu 55 árin eða svo. Fyrstu æviárin mín bjuggum við mamma hjá ykkur ömmu á Skólaveginum í Hnífsdal og eftir að við fluttum inn á Ísafjörð má segja að ég hafi verið með annan fótinn hjá ykkur eða kannski frekar báða því þið veittuð mömmu ómældan styrk og stuðning á þessum árum. Það má sennilega segja að ég hafi verið skugginn þinn alla barnæskuna eftir að við fluttum aftur í Hnífsdal og fram á unglingsár. Hvert sem þú fórst þá fékk ég að fara með. Kom og heimsótti þig í vinnuna, var mikið á Skólaveginum, fékk að fara með í sumarbústaðaferðir

...