Við þráum öll að geta stoppað tímann og myndavélin býður upp á það að vissu leyti með því að fanga augnablikið. En svo þýtur tíminn áfram.
„Ég fór alltaf út um tólf á hádegi, hvar sem ég var staddur, og tók mynd af himninum. Síðan setti ég inn veðurupplýsingar frá Veðurstofunni, en einnig skrásetningu Árna 170 árum fyrr. Þetta gerði ég í heilt ár,“ segir Einar Falur um verkefni sitt Útlit loptsins.
„Ég fór alltaf út um tólf á hádegi, hvar sem ég var staddur, og tók mynd af himninum. Síðan setti ég inn veðurupplýsingar frá Veðurstofunni, en einnig skrásetningu Árna 170 árum fyrr. Þetta gerði ég í heilt ár,“ segir Einar Falur um verkefni sitt Útlit loptsins. — Morgunblaðið/Ásdís

Þokusúld, níu stig, logn, gráhvítur himinn. Þannig myndi blaðamaður lýsa veðrinu morgun einn í vikunni þegar hann lagði leið sína í Seljahverfið til fundar við listamanninn, ljósmyndarann, rithöfundinn og blaðamanninn Einar Fal Ingólfsson. Ekki er viðmælandinn alveg ókunnugur, enda Moggamaður með meiru, en hér á blaðinu starfaði hann í fjörutíu ár; sem fréttaritari, ljósmyndari, myndstjóri og blaðamaður. Einar hætti á Mogganum fyrir tveimur árum til þess að geta hellt sér út í listsköpun sína af fullum krafti en á erfitt með að klippa alveg á naflastrenginn því hann skrifar endrum og eins ritdóma.

Í stofunni hjá Einari Fal og Ingibjörgu Jóhannsdóttur eiginkonu hans eru listaverk og ljósmyndir uppi um alla veggi og bækur í öllum hillum. Ljóst er að líf og störf Einars snúast um bókmenntir og listir, en hann blandar gjarnan saman texta og mynd. Myndavélina notar hann til

...