Við erum jafngömul, bikarkeppni karla í fótbolta og ég. Bæði árgerð 1960. Gunnar Guðmannsson og Þórólfur Beck tryggðu KR sigur í fyrstu bikarkeppninni, 2:0 gegn Fram, nokkrum mánuðum eftir að ég kom í heiminn

Víðir Sigurðsson

vs@mbl.is

Við erum jafngömul, bikarkeppni karla í fótbolta og ég. Bæði árgerð 1960.

Gunnar Guðmannsson og Þórólfur Beck tryggðu KR sigur í fyrstu bikarkeppninni, 2:0 gegn Fram, nokkrum mánuðum eftir að ég kom í heiminn.

Þegar lið ÍBA varð bikarmeistari 7. desember 1969 með sigri á ÍA, 3:2, á „skautasvelli“ á Melavellinum, fylgdist ég með íslenskum fótbolta í fyrsta skipti.

Ekki í sjónvarpi, sem sást fyrst í minni heimabyggð 13. desember 1969, heldur á íþróttasíðum Tímans.

Lýsingin á sigurmarki Kára Árnasonar í framlengingu var grípandi, en hann nýtti sér svellbunkana á vellinum og „lét varnarmenn ÍA „skauta“ fram hjá

...