Benedek Incze
Benedek Incze

„Þetta var í Reyn­is­fjall­inu og aðstæður voru mjög erfiðar vegna staðsetn­ing­ar­inn­ar,“ sagði Þor­steinn Krist­ins­son, aðal­varðstjóri lög­regl­unn­ar á Suður­landi, við mbl.is um um­fangs­mikla leit að Benedek Incze sem fannst lát­inn í fjall­inu í fyrrakvöld.

Þyrlu þurfti til að kom­ast að líki Incze í kjöl­far um­fangs­mik­illa aðgerða og leit­ar björg­un­ar­sveita, lög­reglu og Land­helg­is­gæslu í vikunni. „Það voru nokkuð marg­ir sem komu að þessu,“ sagði aðal­varðstjór­inn og svar­aði því aðspurður að nokkuð hefði verið um leit­ að fólki í um­dæm­inu í sum­ar.