Friðberg Gísli Emanúelsson sjómaður fæddist á Ísafirði 17. desember 1944. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Bergi 6. september 2024.

Foreldrar hans voru þau Emanúel Gíslason verkamaður og Guðlaug Árnadóttir húsmóðir.

Systkini Friðbergs eru þau Ágúst Sverrir, Ásbjörg Margrét (látin), Petrea Kristín og Árni Bergmann. Auk þess áttu þau systur að nafni Fríður Áróra en hún fæddist andvana.

Árið 1968 kvæntist Friðberg, eða Hibbi eins og hann var alltaf kallaður, Auðbjörgu G. Guðröðardóttur frá Kálfavík og saman eignuðust þau Berglindi, f. 1967, og Brynjar, f. 1969.

Árið 1984 giftist hann svo eftirlifandi eiginkonu sinni, Ástu Hjálmarsdóttur, en þau hófu sambúð sína í Hafnarfirði og fluttu síðar til Bolungarvíkur þar sem þau hafa búið síðan. Börn þeirra

...