Þegar við lítum til baka og sjáum hvað höfum náð langt gefur það okkur ástæðu til að fagna saman og líta björtum augum fram um veg.
He Rulong
He Rulong

He Rulong

Mér var það mikil ánægja að fylgjast með því hvernig Íslendingar héldu upp á 80 ára afmæli lýðveldisins þann 17. júní síðastliðinn. Við Kínverjar fögnum líka okkar eigin afmæli þann 1. október þegar Alþýðulýðveldið Kína verður 75 ára. Þá verður mikið um dýrðir, enda er það venja að halda sérlega vel upp á kínverska afmælisdaga á fimm ára fresti. Þetta er því sérstakt þjóðhátíðarár beggja þjóðanna sem við getum glaðst sameiginlega yfir. Xi Jinping, forseti Kína, fagnaði íslenska þjóðhátíðardeginum með því að senda Guðna Jóhannessyni, þáverandi forseta, heillaóskir þar sem hann óskaði ríkisstjórninni og landsmönnum öllum innilega til hamingju.

Fá ríki ef nokkur hafa náð jafn langt og bætt lífskjör íbúa sinna jafn mikið á jafn stuttum tíma og þessi tvö ríki, Ísland og Kína. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra gerði langa og stranga

...