Ég hef verið að gera þetta meðfram öðru í heilan áratug, meðal annars aðlagað myndir úr öðrum verkefnum hugmyndum mínum í tengslum við tarotspilin. Mér finnst meiri háttar að vera loksins komin með þetta í hendurnar,“ segir Kristín Ragna…
Nokkur af spilunum Ginnungagap, Óðinn, hestarnir Árvakur og Alsvíður draga Sól í vagni, jötnamærin Skaði, Höður hinn blindi og bróðir hans Baldur.
Nokkur af spilunum Ginnungagap, Óðinn, hestarnir Árvakur og Alsvíður draga Sól í vagni, jötnamærin Skaði, Höður hinn blindi og bróðir hans Baldur.

Kristín Heiða Kristinsdóttir

khk@mbl.is

Ég hef verið að gera þetta meðfram öðru í heilan áratug, meðal annars aðlagað myndir úr öðrum verkefnum hugmyndum mínum í tengslum við tarotspilin. Mér finnst meiri háttar að vera loksins komin með þetta í hendurnar,“ segir Kristín Ragna Gunnarsdóttir, grafískur hönnuður, teiknari, bókmenntafræðingur og rithöfundur, en nýlega litu dagsins ljós Tarotspil norrænna goðsagna, sem hún hefur hannað og teiknað. Spilunum fylgir bók þar sem Kristín útskýrir tengingu hvers spils við goðsögurnar og segir hina norrænu sögu sem liggur að baki.

„Ég hef alla tíð verið mjög hrifin af spilum og ég leita uppi áhugaverða spilastokka á ferðum mínum um heiminn. Hluti af lokaverkefni mínu í Myndlista- og handíðaskólanum var óperuspil sem ég teiknaði, en þar

...