Það er mikilvægt að geta tekið á vandamálum strax

Félagslega kerfið getur verið þunglamalegt. Álagið er mikið og færri komast að en vilja. Oft getur tíminn hins vegar skipt sköpum, hver dagur skipt máli.

Sigurþóra Bergsdóttir er vinnusálfræðingur sem árið 2018 stofnaði félagasamtök er nú nefnast Bergið Headspace. Þar er ungmennum boðið upp á úrræði við sínum vandamálum.

Sigurþóra missti son sinn fyrir átta árum. Í viðtali í sunnudagsblaði Morgunblaðsins lýsir hún því hvers vegna hún fór af stað með félagasamtökin: „Á þessu ári var umræðan svolítið svipuð og hún er núna í samfélaginu. Þá lést drengur úr ofneyslu og ég hafði sjálf upplifað úrræðaleysi með minn dreng, en hann lést árið 2016. Eftir andlát hans fór ég að skoða málin og stofnaði minningarsjóð. En ég sá að það vantaði stað sem gripi þessi ungmenni, en ungt fólk hafði þá engan einn stað til að leita á. Við erum búin að

...