Klifrar Guðrún Brá er komin upp í 19. sætið á mótaröðinni.
Klifrar Guðrún Brá er komin upp í 19. sætið á mótaröðinni. — Ljósmynd/LET Tristan Jones

Guðrún Brá Björgvinsdóttir náði í gær fjórða sæti á öðru mótinu í röð á LET Access-mótaröðinni í golfi, þeirri næststerkustu í Evrópu. Þetta er hennar besti árangur og Guðrún er komin upp í 19. sætið á stigalista mótaraðarinnar. Guðrún lék á 69, 69 og 67 höggum, samtals 11 höggum undir pari, og var fimm höggum á eftir sigurvegaranum, Mimi Rhodes frá Englandi. Ragnhildur Kristinsdóttir komst í gegnum niðurskurð og endaði í 55. sæti á 5 yfir pari.