Scholz sagði stjórn sína verða að gera allt í hennar valdi til að tryggja að þeir sem ættu ekki og mættu ekki vera í Þýskalandi yrðu fluttir úr landi.

Vettvangur

Björn Bjarnason

bjorn@bjorn.is

Útlendingamál ber nú hátt á vettvangi stjórnmála víða um lönd. Ný ríkisstjórn í Hollandi vill fá fyrirvara vegna aðildarinnar að ESB til að ná betri stjórn á streymi fólks til landsins. Sænska ríkisstjórnin hefur gripið til ráðstafana sem hafa strax minnkað streymi hælisleitenda til Svíþjóðar og ætlar hún að ganga enn lengra.

Í Þýskalandi varð morðárás sýrlensks hælisleitanda sem hafði verið neitað um hæli til þess að þriggja flokka stjórn Olafs Scholz kúventi í útlendingamálum. Sýrlendingurinn, sem tengdist hryðjuverkasamtökunum Ríki íslams, myrti þrjá með hnífi í Solingen, skammt frá Düsseldorf, 23. ágúst. Uppnám varð meðal almennings og á stjórnmálavettvangi.

...