Plöturnar eru einhvers konar popprokk en samt ekki og ávallt eru óvæntir snúningar og skringilegar vendingar í hljómagangi og takti.
Upp upp og áfram Rúnar Þórisson fetar harmræna stigu á nýjustu plötu sinni.
Upp upp og áfram Rúnar Þórisson fetar harmræna stigu á nýjustu plötu sinni. — Ljósmynd/Spessi

tónlist

Arnar Eggert Thoroddsen

arnareggert@arnareggert.is

Ég hef átt því láni að fagna að fá að fylgjast með sólóferli Rúnars Þórissonar undanfarin tuttugu ár eða svo og hef skrifað gagnrýni um flest af hans verkum. Lán segi ég því að katalógur Rúnars er áhugaverður og í raun hvalreki fyrir tónlistargagnrýnanda. Plöturnar eru einhvers konar popprokk en samt ekki og ávallt eru óvæntir snúningar og skringilegar vendingar í hljómagangi og takti. Tónlist Rúnars er undir margvíslegum áhrifum, proggið er hér t.a.m., einnig síðpönk það sem Grafík hagnýtti sér en auk þess hefur hann ávallt verið með eyrað niðri við jörðina, numið nýja strauma og nýjar stefnur og brugðist við þeim með eigin tónlistarsköpun.

„Titill plötunnar vísar til þess að þeim sem eru vegvilltir, líður

...