Opinn hugbúnaður eykur sparnað, öryggi og sveigjanleika fyrir ríki og stofnanir, með minni kostnaði, gagnsæi og auknu nýsköpunarfrelsi án leyfisgjalda.
Baddý Sonja Breidert
Baddý Sonja Breidert

Baddý Sonja Breidert

Hið opinbera er fjármagnað með skattfé og því er afar mikilvægt að ráðstafa fjármunum á sem bestan og skilvirkastan hátt. Mikill hluti af rekstri upplýsingakerfa fer í hugbúnaðarleyfi, áskriftir og tækjabúnað en oft skortir gagnsæi varðandi möguleika til sparnaðar í innkaupum. Ríkið hefur, eins og mörg önnur lönd, innleitt stefnu um að nota opinn hugbúnað, sem getur dregið verulega úr kostnaði þannig að skattfé borgaranna nýtist betur.

Opinn hugbúnaður er í örum vexti hjá ríkisstofnunum um allan heim og nýtur mikilla vinsælda t.d. í Bandaríkjunum, Ástralíu, Bretlandi, Frakklandi og fleiri löndum. Opinn hugbúnaður er raunhæfur kostur við val á lausnum í upplýsingatækni.

En hvað er opinn hugbúnaður?

Opinn hugbúnaður (e. open source software) er hugbúnaður

...