Íslensku liðin sem tefla á Ólympíumótinu í Búdapest hafa átt misjöfnu gengi að fagna. Kvennaliðið hefur náð mörgum góðum úrslitum einkum þó Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir, sem byrjaði með 5 vinninga úr fyrstu sex skákum sínum

Skák

Helgi Ólafsson

helol@simnet.is

Íslensku liðin sem tefla á Ólympíumótinu í Búdapest hafa átt misjöfnu gengi að fagna. Kvennaliðið hefur náð mörgum góðum úrslitum einkum þó Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir, sem byrjaði með 5 vinninga úr fyrstu sex skákum sínum. Og nýliðarnir Iðunn Helgadóttir og Guðrún Fanney Briem ætla báðar að komast vel frá sínu fyrsta ólympíumóti. Í opna flokknum hefur liðið ekki náð sér á strik eftir góða byrjun. Greinileg þreytumerki hafa verið á taflmennsku 1. borðs mannsins, Vignis Vatnars, þó að vissulega sé við ramman reip að draga í hverri einustu umferð. Mótið er enda geysilega sterkt og nær allir bestu skákmenn heims mættir til leiks.

Stóra fréttin frá Búdapest varðar

...