Lilja Dögg Alfreðsdóttir
Lilja Dögg Alfreðsdóttir

Í vikunni mælti ég á Alþingi fyrir þingsályktun um stefnu í neytendamálum til ársins 2030. Mikil vinna hefur átt sér stað innan menningar- og viðskiptaráðuneytisins á undanförnum árum til þess að undirbyggja raunverulegar aðgerðir í þágu neytenda. Aðdraganda þingsályktunartillögunnar má meðal annars rekja til þess að í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er lögð almenn áhersla á eflingu neytendaverndar og að tryggja stöðu neytenda betur, meðal annars í nýju umhverfi netviðskipta.

Það skiptir raunverulegu máli að huga vel að neytendamálum, enda hafa þau víðtæka skírskotun til samfélagsins og atvinnulífsins og mikilvægt er að til staðar sé skýr stefnumótun á því málefnasviði, ásamt aðgerðaáætlun til næstu ára. Þegar hefur verið unnið að ýmsum breytingum á sviði neytendamála með það að markmiði að bæta löggjöf á því sviði, auka neytendavitund og styrkja þannig stöðu

...

Höfundur: Lilja Dögg Alfreðsdóttir