Það er skammt stórra högga á milli hjá systurstöðunum Deigi og Le Kock í Tryggvagötu. Á dögunum kom hinn þekkti hamborgarasérfræðingur George Motz í heimsókn á Le Kock og eldaði sinn frægasta hamborgara eina kvöldstund
Gestir Josie Schneider og Evan Fox reka þekkta beygluvagna í LA en reiða fram beyglur á Deigi um helgina. Þau eru hæstánægð með samstarfið hér.
Gestir Josie Schneider og Evan Fox reka þekkta beygluvagna í LA en reiða fram beyglur á Deigi um helgina. Þau eru hæstánægð með samstarfið hér. — Morgunblaðið/Karítas

Höskuldur Daði Magnússon

hdm@mbl.is

Það er skammt stórra högga á milli hjá systurstöðunum Deigi og Le Kock í Tryggvagötu. Á dögunum kom hinn þekkti hamborgarasérfræðingur George Motz í heimsókn á Le Kock og eldaði sinn frægasta hamborgara eina kvöldstund. Nú um helgina mæta hingað tveir af helstu sérfræðingum Kaliforníuríkis í beyglugerð og gefst gestum Deigs kostur á að smakka á hinum víðfrægu samlokum þeirra.

Evan Fox, stofnandi og eigandi Yeastie Boys Bagels í Los Angeles, er hingað kominn ásamt samstarfsmanni sínum Josie Schneider. Yeastie Boys rekur fjölda beygluvagna í Los Angeles og hefur hróður þeirra borist víða. Svo rómaðar eru beyglurnar að fyrirtækið var kvatt til samstarfs við risana Pizza Hut og Taco Bell. Heimsóknin hingað og samstarfið við Deig er það fyrsta utan

...