Tónskáld Jón Leifs kynnir kvartett Ríkisútvarpsins á tónleikum 1954.
Tónskáld Jón Leifs kynnir kvartett Ríkisútvarpsins á tónleikum 1954. — Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon

Fjármálaráðuneytið hefur lagt til að bætt verði við fjárlagafrumvarp næsta árs heimild til að standa að stofnun sjóðs um verk Jóns Leifs tónskálds og ráðstöfun eigna og réttinda úr dánarbúi sonar hans til slíks sjóðs sem annars myndu renna til ríkissjóðs.

Er þetta gert að beiðni menningar- og viðskiptaráðuneytisins, sem hefur óskað eftir að stofnaður verði tónskáldasjóður um verk Jóns Leifs.

Fram kemur í minnisblaði sem fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur sent fjárlaganefnd Alþingis að Leifur, sonur Jóns, lést á síðasta ári, en hann var eini erfingi Jóns Leifs. Þar sem Leifur átti enga lögerfingja muni eignir úr dánarbúinu renna til ríkissjóðs í samræmi við ákvæði erfðalaga. Unnið hafði verið að stofnun sjóðs um verk Jón Leifs í samræmi við það sem kom fram í erfðaskrá sem Jón lét eftir sig. Ekki tókst hins vegar að ljúka stofnun sjóðsins meðan Leifur var

...