Hugsunin er að bjóða áhorfandanum upp á fagurfræðilega upplifun.
„Það er þessi núningur og umbreyting sem ég heillast alltaf af,“ segir Sigurður Guðjónsson.
„Það er þessi núningur og umbreyting sem ég heillast alltaf af,“ segir Sigurður Guðjónsson. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Í Listasafni Árnesinga í Hveragerði eru fjórar afar áhugaverðar sýningar.

Í sal 1 er ný innsetning eftir Sigurð Guðjónsson, Hljóðróf. Verkið var sérstaklega unnið fyrir sýningarsalinn og hefur verið í vinnslu þetta árið. Í sýningartexta segir að í verkinu sé „varpað fram spurningum um yfirborð og mynd, um hlut, efni, hreyfingu og skynjun“.

„Verkið er eins konar fjölskynjunarskúlptúr sem er á gólfinu þannig að áhorfendur geta gengið í kringum hann og upplifað verkið frá ýmsum sjónarhornum og skynjað ólíka fókuspunkta í verkinu, tíma og takt,“ segir Sigurður.

Titill verksins Hljóðróf hefur marglaga merkingu. „Auk hljóðsins vísar titillinn í sjónræna þáttinn. Ég sæki myndefnið í forna gataplötu sem felur í sér umskrift á tónum í efni

...