Grannur er lýsingarorð: grannur maður, vaxtartegund sem enn finnst hér þrátt fyrir ótæpilegt át; grannur sérhljóði – a, til dæmis. En svo er til atviksorðið grannt sem þýðir nákvæmlega, vandlega

Grannur er lýsingarorð: grannur maður, vaxtartegund sem enn finnst hér þrátt fyrir ótæpilegt át; grannur sérhljóði – a, til dæmis. En svo er til atviksorðið grannt sem þýðir nákvæmlega, vandlega. Ef einhver fylgist grannt með e-u lítur hann gaumgæfilega eftir því. „Amma fylgdist grannt með því að ég kyngdi lýsispillunum.“