Samkvæmt Íslendingabók er ég 28. maður frá Melkorku Mýrkjartansdóttur hinni írsku og 31. maður frá Auði djúpúðgu Ketilsdóttur, sem gift var norrænum herkonungi í Dyflinni á Írlandi, en hraktist til Íslands seint á níundu öld, eftir að maður hennar og sonur höfðu verið felldir

Samkvæmt Íslendingabók er ég 28. maður frá Melkorku Mýrkjartansdóttur hinni írsku og 31. maður frá Auði djúpúðgu Ketilsdóttur, sem gift var norrænum herkonungi í Dyflinni á Írlandi, en hraktist til Íslands seint á níundu öld, eftir að maður hennar og sonur höfðu verið felldir. Það var því fróðlegt að koma til Dyflinnar, þar sem ég hélt fyrirlestur á málstofu 17. september 2024 ásamt Íslandsvininum Daniel Hannan, barón af Kingsclere.

Í fyrirlestri mínum rakti ég hina fornu germönsku sjálfstjórnarhefð, sem Tacitus lýsti fyrir tvö þúsund árum og Montesquieu taldi upphaf þrískiptingar ríkisvalds. Snorri Sturluson átti rætur í þessari hefð. Hann hafði samúð með tveimur forngermönskum hugmyndum, að valdhafar yrðu að lúta sömu lögum og þegnar þeirra og að svipta mætti þá völdum, brytu þeir lögin freklega. Seinna átti John Locke eftir að binda þessar hugmyndir í

...