Hér erum við búin að sýna fram á að með einföldu konsepti og góðu fagfólki er hægt að takast á við allt. Við fáum hingað öll mál; allt frá fyrstu ástarsorginni yfir í alvarlegu málin.
Sigurþóra kallar nú eftir stuðningi þjóðarinnar en Bergið er í fjárhagskröggum.
Sigurþóra kallar nú eftir stuðningi þjóðarinnar en Bergið er í fjárhagskröggum. — Morgunblaðið/Ásdís

Á Suðurgötunni í Reykjavík er að finna gult hús sem er griðastaður ungs fólks í vanda. Hundrað ungmenni á aldrinum 12 til 25 ára mæta þangað vikulega, hitta þar ráðgjafa og tala um sín hjartans mál. Sigurþóra Bergsdóttir er þar í brúnni og leiðir hóp fagfólks sem sinnir þessu brýna verkefni; að ljá eyra og gefa góð ráð, að leiðbeina og sýna samkennd.

Í samfélagi sem nú er lamað af sorg eftir harmleiki þar sem börn og ungmenni koma við sögu veitir ekki af stað eins og Berginu. Starfið sem þar er unnið veitir mörgum ungmennum sálarró og bjargar jafnvel mannslífum.

Á þeirra forsendum

Sigurþóra er vinnusálfræðingur að mennt. Haustið 2018 stofnaði hún félagasamtök, sem seinna fengu nafnið Bergið Headspace, í þeim tilgangi að bjóða ungmennum upp á úrræði við sínum vandamálum. Á þessum tíma segir

...