Tónleikar undir yfirskriftinni Litróf orgelsins verða haldnir í Akureyrarkirkju í hádeginu í dag, 21. september, kl. 12. Organistinn Eyþór Ingi Jónsson flytur þar verk eftir Johann Sebastian Bach, Petr Eben, Joseph Haydn, Hauk Guðlaugsson, Hildi…
Eyþór Ingi Jónsson
Eyþór Ingi Jónsson

Tónleikar undir yfirskriftinni Litróf orgelsins verða haldnir í Akureyrarkirkju í hádeginu í dag, 21. september, kl. 12. Organistinn Eyþór Ingi Jónsson flytur þar verk eftir Johann Sebastian Bach, Petr Eben, Joseph Haydn, Hauk Guðlaugsson, Hildi Guðnadóttur, Ghislaine Reece-Trapp, Robert Schumann, Smára Ólason og Johann Ulrich Steigleder.

Verða þetta fyrstu tónleikarnir í röð sem Eyþór mun standa fyrir næstu misserin og hann kallar Litróf orgelsins, en hann mun leggja metnað í að sýna fjölbreytileika hljóðfærisins með því að spila afar fjölbreytta orgeltónlist og umritanir á öðrum verkum fyrir orgel, að því er segir í tilkynningu. Eyþór heldur stutt erindi um efnisskrána kl. 11.45 en lengd tónleikanna, sem hefjast kl. 12, er um 40-45 mínútur.