TRI Róbert Grétar segir þjófana hafa brotið sér leið inn.
TRI Róbert Grétar segir þjófana hafa brotið sér leið inn. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Brotist var inn í reiðhjólaverslunina TRI aðfaranótt fimmtudags og fimm hjólum stolið auk þess sem skemmdarverk voru unnin á versluninni.

Þetta segir Róbert Grétar Pétursson, framkvæmdastjóri TRI, í samtali við mbl.is.

Annað innbrotið á árinu

Þetta er í annað sinn sem brotist er inn í TRI á árinu, en síðasta innbrot var framið í vor.

TRI er þó ekki eina hjólreiðaverslunin sem hefur orðið fyrir barðinu á glæpamönnum en lögreglu hafa borist tilkynningar um stuld á hjólum úr verslununum Peloton, Erninum, Kríu og Púkanum frá því í apríl.

Að sögn Róberts kostuðu hjólin sem voru tekin öll yfir 600 þúsund krónur. Tvö þeirra voru rafmagnshjól og þrjú malarhjól, en Róbert segir þær hjólategundir vera vinsælastar um þessar mundir. Hann segir

...