Sjö Jóhanna Margrét fer vel af stað með Kristianstad í Svíþjóð.
Sjö Jóhanna Margrét fer vel af stað með Kristianstad í Svíþjóð. — Ljósmynd/Jon Forberg

Jóhanna Margrét Sigurðardóttir, landsliðskona í handknattleik, lét mikið að sér kveða í gærkvöld þegar lið hennar, Kristianstad, vann stórsigur á Skövde í sænsku úrvalsdeildinni, 33:22. Jóhanna skoraði sjö mörk í leiknum og var markahæst í liði Kristianstad. Bertha Rut Harðardóttir náði ekki að skora fyrir liðið í leiknum. Kristianstad er þá komið með tvö stig eftir tvo fyrstu leiki sína á tímabilinu en liðið tapaði naumlega í fyrstu umferðinni.