„Mér datt strax í hug að nota þessa heitu hveri til að hita upp Reykjavík og reyndi að stuðla að framgangi þess, jafnvel meðan á stríðinu stóð.“
Árni Sigurðsson
Árni Sigurðsson

Árni Sigurðsson

Sá brandari hefur gengið um áratugaskeið að Winston Churchill, leiðtogi Breta í síðari heimsstyrjöldinni, hafi eignað sér heiðurinn af hugmyndinni um hitaveitu á Íslandi. Í fyrstu kann þetta að hljóma ólíkindalega, en sagan hefur að geyma ákveðinn sannleikskjarna. Í þriðja bindi stríðsáraendurminninga sinna um heimsstyrjöldina síðari rifjar Churchill upp daglanga heimsókn til Íslands þann 16. ágúst 1941. Þá var hann á heimleið til Bretlands eftir sögulegan fund með Franklin D. Roosevelt Bandaríkjaforseta, undan ströndum Nýfundnalands, þar sem þeir urðu ásáttir um Atlantshafssáttmálann, sem síðar varð hornsteinn Atlantshafsbandalagsins.

Í frásögn Churchills lýsir hann Íslandsförinni og bætir svo við: „Ég fann tíma til að skoða nýju flugvellina sem við vorum að reisa og heimsótti einnig hina dásamlegu heitu hveri og

...