Glæpasaga Hildur ★★★★· Eftir Satu Rämö Erla Elíasdóttir Völudóttir þýddi. Vaka-Helgafell 2024. Kilja 375 bls.
Höfundurinn Satu Rämö er finnskur höfundur búsettur hér á landi.
Höfundurinn Satu Rämö er finnskur höfundur búsettur hér á landi. — Ljósmynd/Björgvin Hilmarsson

Bækur

Steinþór

Guðbjartsson

Hildur Rúnarsdóttir er nýr og eftirtektarverður rannsóknarlögreglumaður í íslenskum glæpasögum. Hún er helsta persónan í bókinni Hildi eftir Satu Rämö frá Finnlandi og er fullsköpuð í hlutverkið í spennandi og vel uppbyggðri sögu.

Bókin kom fyrst út á finnsku fyrir um tveimur árum, en Satu Rämö hefur búið hérlendis í um tvo áratugi og hefur greinilega kynnt sér vel staðhætti og sögu lands og þjóðar. Fróðleiksmolum er skotið inn á milli í sögunni og yfirleitt styðja þeir atburðarásina og auka trúverðugleika frásagnarinnar. Á stundum virka þeir reyndar frekar sem skoðun erlends leiðsögu- og/eða ferðamanns á mönnum og málefnum og geta stungið rétttrúaða í hjartastað, en glöggt er gestsaugað, þó staðhæfingar hitti

...