Ljónynj­an Yuna hef­ur þurft að ganga í gegn­um ým­is­legt en henni var bjargað frá Úkraínu á dög­un­um. Hún komst heilu og höldnu í dýra­at­hvarf­ið Big Cat Sanctu­ary í Bretlandi en þar fékk hún tæki­færi til að snerta gras í fyrsta skiptið. Hún hafði verið skil­in eft­ir á yf­ir­gefnu heim­ili í Kænug­arði eft­ir að Rúss­ar réðust inn í Úkraínu en þar hafði hún verið geymd í agn­arsmáu búri allt sitt líf. Cam Whitnall, sem sér­hæf­ir sig í að bjarga stór­um katt­ar­dýr­um, náði augna­blik­inu á mynd­band sem hef­ur vakið mikla at­hygli á in­ter­net­inu. Sjáðu myndbandið á K100.is.