Lögreglan á Íslandi hefur á umliðnum árum þurft að hafa afskipti af ungum mönnum úr sænskum glæpagengjum sem koma hingað til lands. Yfirleitt hafa lögreglumenn afskipti af þeim þegar þeir eru þegar komnir inn í landið, og hafa jafnvel þegar framið brot

Agnar Már Másson

agnarmar@mbl.is

Lögreglan á Íslandi hefur á umliðnum árum þurft að hafa afskipti af ungum mönnum úr sænskum glæpagengjum sem koma hingað til lands.

Yfirleitt hafa lögreglumenn afskipti af þeim þegar þeir eru þegar komnir inn í landið, og hafa jafnvel þegar framið brot. Lögreglan vill því herða landamæraeftirlit, m.a. með því að nota andlitsgreiningu á Keflavíkurflugvelli.

Yfirvöld á Norðurlöndum telja að stærri glæpagengi frá Svíþjóð hafi að undanförnu fært út kvíarnar til annarra norrænna ríkja – og Ísland virðist nú ekki undanskilið þeirri þróun.

„Vandamál Dana hvað þessi gengi varðar eru hins vegar grafalvarleg,“ segir Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, við Morgunblaðið. Hann

...