Samantha Smith fór á kostum fyrir Breiðablik þegar liðið tók á móti Þór/KA í 21. umferð efri hluta Bestu deildar kvenna í knattspyrnu á Kópavogsvelli í gær. Leiknum lauk með stórsigri Breiðabliks, 6:1, en Samantha Smith gerði sér lítið fyrir og…
Tvenna Nadía Atladóttir og Ísabella Sara Tryggvadóttir fagna marki þeirrar fyrrnefndu á Hlíðarenda í gær en Nadía skoraði bæði mörk Vals í leiknum.
Tvenna Nadía Atladóttir og Ísabella Sara Tryggvadóttir fagna marki þeirrar fyrrnefndu á Hlíðarenda í gær en Nadía skoraði bæði mörk Vals í leiknum. — Morgunblaðið/Ólafur Árdal

Besta deildin

Bjarni Helgason

bjarnih@mbl.is

Samantha Smith fór á kostum fyrir Breiðablik þegar liðið tók á móti Þór/KA í 21. umferð efri hluta Bestu deildar kvenna í knattspyrnu á Kópavogsvelli í gær. Leiknum lauk með stórsigri Breiðabliks, 6:1, en Samantha Smith gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu í leiknum, ásamt því að leggja upp fimmta mark Blika fyrir Kristínu Dís Árnadóttur.

Með sigrinum styrktu Blikar stöðu sína ennþá frekar á toppi deildarinnar en liðið er með 57 stig, stigi meira en Valur, þegar tveimur umferðum er ólokið. Þór/KA er í þriðja sætinu með 33 stig, líkt og Víkingur úr Reykjavík, og það verða því Þór/KA og Víkingur sem berjast um þriðja sæti deildarinnar.

Samantha skoraði þrennuna fyrir Blika á fyrstu

...