Isaac Herzog Ísraelsforseti sagði við breska fjölmiðilinn Sky News í gær að „engin tengsl“ væru milli Ísraels og sprenginganna sem urðu í talstöðvum og símboðum Hisbollah-vígamanna í Líbanon í síðustu viku
Símboði Á þriðjudag tóku símboðar Hisbolla-vígamanna skyndilega að springa. Degi síðar gerðu talstöðvar þeirra það sama. Nú eru 37 látnir.
Símboði Á þriðjudag tóku símboðar Hisbolla-vígamanna skyndilega að springa. Degi síðar gerðu talstöðvar þeirra það sama. Nú eru 37 látnir. — AFP

Agnar Már Másson

agnarmar@mbl.is

Isaac Herzog Ísraelsforseti sagði við breska fjölmiðilinn Sky News í gær að „engin tengsl“ væru milli Ísraels og sprenginganna sem urðu í talstöðvum og símboðum Hisbollah-vígamanna í Líbanon í síðustu viku.

Alls létust 37 manns, þar af tvö börn, og 3.000 særðust í sprengingunum. Ljóst þykir að um skipulagða árás hafi verið að ræða þar sem símboðarnir sprungu flestir á sama tíma, sem og talstöðvarnar daginn eftir.

Hisbollah hefur boðað rannsókn á sprengingunum og líbönsk yfirvöld saka Ísrael um árásirnar, þar sem löndin hafa tekist á frá því að stríðið á Gasasvæðinu hófst í október.

En Herzog neitar aðild, og á sama tíma virðast átök milli Ísraels

...