Xi Jinping
Xi Jinping

Sigurður Már Jónsson blaðamaður veltir því fyrir sér í pistli hver sé valdamesti maður hins ófrjálsa heims, nú þegar stutt er í kosningar um þann valdamesta í frjálsa heiminum. Hann segir eðlilegt að staldra við Xi Jinping, leiðtoga kínverska kommúnistaflokksins í því sambandi. Sigurður Már segir meðal annars að þó að mörgum blöskri áhrif Bandaríkjamanna í heiminum séu „Kínverjar sýnu verri með sína staðbundnu yfirráðastefnu eins og nágrannar þeirra í Tævan, Tíbet og þó ekki síst Úígúra-fólkið hafa fengið að kynnast“.

Hann rekur að Xi virðist „styðja aukna ásælni út á við og meiri hörku inn á við“. Hann sé borinn saman við Deng Xiaoping sem hafi stýrt harðri hendi, meðal annars með því að styðja að hernum væri beitt gegn friðsömum mótmælendum. Enginn efist um að Xi geri hið sama telji hann þess þurfa.

En Deng hafi

...