Ef þú undirbýrð þig vel máttu vera viss um að erfiðleikarnir sem þú óttast að fylgi því að sleppa nikótíni verða ekki eins miklir og þú heldur.
Ásgeir R. Helgason
Ásgeir R. Helgason

Ásgeir R. Helgason

Nikótín er öflugt eitur- og fíkniefni sem gerir þig líkamlega háðan neyslunni. Nýlegar rannsóknir sýna að nikótín örvar vöxt krabbameins. Nikótín dregur úr blóðflæði til háræða og stuðlar þannig að tannlosi og hrukkumyndun í húð og hækkar blóðþrýsting. Nikótín er eitt sterkasta taugaeitur sem þekkist, getur framkallað kvíða og hefur neikvæð áhrif á hjarta- og æðasjúkdóma.

Viltu hætta?

Flestir sem nota nikótín daglega vilja hætta því, en margir gefast upp vegna fráhvarfseinkenna. Áður en þú ferð að nota leiðbeiningar til að hætta að nota nikótín ættirðu að láta reyna á það fyrst, ef þú hefur ekki þegar gert það, hvort þú þurfir yfirleitt á nokkrum leiðbeiningum að halda. Margir ákveða einfaldlega að hætta og standa við það án teljandi erfiðleika.

Sért þú

...