Oft björguðu starfsmenn útideildar unglingum úr ömurlegum og hættulegum aðstæðum.
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson

Þórhallur Heimisson

Frá 1976-1996 var rekin starfsemi á vegum þá Félagsmálastofnunar Reykjavíkur sem gekk undir nafninu „Útideild unglinga“. Útideildin var skipuð vel menntuðu og reyndu starfsfólki sem fór um götur bæjarins eftir að kvölda tók og hafði samband við unglinga á þeirra forsendum, þar sem þeir söfnuðust saman hverju sinni. Útideildin var því á ferð um allt höfuðborgarsvæðið. „Á þeirra forsendum“ merkir að starfsfólk útideildarinnar var ekki á ferð til að „koma upp um eða handtaka unglingana“ heldur til að hjálpa þeim eftir mætti, leiðbeina þeim, vera þeim til trausts og halds. Alger trúnaður ríkti milli starfsfólks og unglinganna. Þetta vissu unglingarnir og þess vegna voru tengslin yfirleitt góð milli þeirra og starfsmanna deildarinnar. Oft björguðu starfsmenn útideildar unglingum úr ömurlegum og hættulegum aðstæðum. Á daginn rak útideildin opið hús

...