Landsmenn vilja nýta orkuna í iðrum jarðar og í fallvötnunum

Engum blöðum er um það að fletta að meirihluti landsmanna vill að aflað sé frekari orku með auknum virkjunum hér á landi. Raunar er óþarfi að hafa orðið meirihluti með – það nægir að tala um landsmenn – því samkvæmt nýlegri könnun sem Gallup gerði fyrir Samtök atvinnulífsins sést að 97% þeirra sem afstöðu tóku sögðust hlynnt „aukinni grænni orkuframleiðslu“, sem þýðir auðvitað ekkert annað en að virkjað sé meira, því að öll orkuframleiðsla hér á landi er flokkuð sem „græn“.

Meira að segja þegar þeir sem ekki tóku afstöðu, svo voru 15%, eru taldir með, voru 83% landsmanna fylgjandi frekari virkjunum, en aðeins 2,6% andvíg.

Stuðningur af þessari stærðargráðu við tiltekið málefni er fátíður og allt að því óþekktur. Þá kemur hann líklega mörgum á óvart þegar litið er til þess hve hægt hefur gengið að

...