Björn Leví Gunnarsson
Björn Leví Gunnarsson

Þegar við segjum að við eigum að trúa þolendum, þýðir það einfaldlega að við viðurkennum upplifun þeirra. Það þýðir ekki að við eigum að grípa til harkalegra aðgerða eða leita hefnda, heldur að veita þeim stuðning og skilning. Þetta er grunnurinn.

En jafnvel þótt við trúum þolendum, þýðir það ekki að við þurfum að hafna sjónarhorni annarra, jafnvel hinna meintu gerenda. Fólk getur upplifað atburði á gjörólíkan hátt. Við erum öll mótuð af okkar eigin reynslu, tilfinningum og samhengi. Það sem einn upplifir sem brot, gæti hinn upplifað á allt annan hátt – án þess að annar þeirra sé endilega að ljúga. Þetta misræmi í upplifun er hluti af því að vera manneskja. Lífið er sjaldan svart og hvítt. Við getum tekið einfalt dæmi: Tveir einstaklingar gætu horft á sama hlutinn – einn sér töluna 6, en frá hinu sjónarhorninu lítur hún út eins og 9. Báðir eru að segja satt. Báðir sjá það sem þeir sjá.

...

Höfundur: Björn Leví Gunnarsson