— Ljósmynd/Emma Hulda Steinarsdóttir

Emma Hulda Steinarsdóttir var í sínum daglega göngutúr í Hálsaskógi í Hörgársveit þegar hún varð vör við tvo glókolla eltast við músarrindil. Hún náði skemmtilegri mynd af öðrum þeirra sem stillti sér upp fyrir myndatökuna. „Ég náði fyrst mynd af músarrindlinum og svo settist þessi glókollur á greinina fyrir framan mig. Hann tók svo á flug og ég hélt að hann myndi hreinlega fljúga inn í linsuna hjá mér,“ segir Emma og hlær.

Emma gengur daglega um svæðið og er alltaf með myndavélina meðferðis en hún hefur einstaklega gaman af því að mynda fugla og fuglalíf, sérstaklega í íslenskri náttúru.

Hún segir að síðustu ár hafi glókollum farið fjölgandi norðan heiða og sér hún einn slíkan nánast daglega.

„Þeir eru mikið í Kjarnaskógi, Garðsárreit og í Lystigarðinum
á

...