Kleifarvatn er á virku skjálftasvæði.
Kleifarvatn er á virku skjálftasvæði.

Um 60 jarðskjálft­ar mældust nærri Kleif­ar­vatni í gær. Mest virkni var fram eft­ir morgni en eftir því sem leið á daginn dró úr virkn­inni. Stærsti skjálft­inn mæld­ist 2,9 að stærð snemma í gærmorgun.

Sig­ríður Kristjáns­dótt­ir, nátt­úru­vár­sér­fræðing­ur hjá Veður­stofu Íslands, seg­ir ekki gott að segja til um hvort skjálft­arn­ir or­sak­ist af fleka­hreyf­ing­um eða hvort elds­um­brot við Grinda­vík valdi þeim. „En það koma líka skjálft­ar þarna þegar ekki eru elds­um­brot í Grinda­vík og í Fagra­dals­fjalli. Því eru meiri lík­ur á því að þetta séu fleka­hreyf­ing­ar,“ seg­ir Sig­ríður. Hún bend­ir þó á að Krýsu­vík­ur­kerfið, sem Fagra­dals­fjall er hluti af, liggi í gegn­um svæðið þar sem skjálft­arn­ir voru.