Frakkland Þung verkefni bíða ríkisstjórnar Michels Barniers.
Frakkland Þung verkefni bíða ríkisstjórnar Michels Barniers. — AFP/Stephane De Sakutin

Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur loksins skipað nýja ríkisstjórn, 11 vikum eftir að pólitísk pattstaða skapaðist í kjölfar þingkosninga í landinu.

Stjórnarkreppa hefur verið í Frakklandi síðan Macron leysti upp þingið og boðaði til þingkosninga í sumar. Enginn flokkur hlaut hreinan meirihluta í kosningunum. Bandalag vinstriflokka hlaut flest þingsæti, miðjubandalag Macrons hlaut næstflest atkvæði og Þjóðfylkingarflokkur Marine Le Pen hafnaði í þriðja sæti.

Macron hafði útilokað að tilnefna vinstristjórn í landinu. Miðjubandalagið og íhaldsmenn úr Repúblikanaflokknum sneru þá bökum saman og í byrjun september var repúblikaninn Michel Barnier skipaður í embætti forsætisráðherra.

Brekka fyrir Barnier

Alls skipa 38 manns ríkisstjórnina en

...