Það er ekki sama hvernig fyrirtæki nota gervigreind til að framleiða myndefni – ekki síst ef nota á myndefnið í markaðsefni – m.a. vegna þess að margt er enn á reiki varðandi höfundarrétt á tölvugerðum myndum
Uppspretta Ljósmyndarar að störfum á franska þinginu. Michael Francello segir myndir sem skapaðar eru með gervigreind byggðar á stórum gagnasöfnum og ýmsum spurningum enn ósvarað um höfundar- og hugverkarétt.
Uppspretta Ljósmyndarar að störfum á franska þinginu. Michael Francello segir myndir sem skapaðar eru með gervigreind byggðar á stórum gagnasöfnum og ýmsum spurningum enn ósvarað um höfundar- og hugverkarétt. — AFP/Stephane de Sakutin

Viðtal

Ásgeir Ingvarsson

ai@mbl.is

Það er ekki sama hvernig fyrirtæki nota gervigreind til að framleiða myndefni – ekki síst ef nota á myndefnið í markaðsefni – m.a. vegna þess að margt er enn á reiki varðandi höfundarrétt á tölvugerðum myndum. Þetta segir Michael Francello en hann stýrir söludeild spunagreindar (e. Generative AI) hjá myndabankanum Getty Images. „Fyrirtæki kunna að útsetja sig fyrir bæði málshöfðunum og orðsporstjóni nema þau nýti gervigreind sem þjálfuð var með gögnum sem leyfilegt var að nota,“ segir hann.

Francello, sem var áður framkvæmdastjóri nýsköpunar hjá ljósmyndaveitunni Shutterstock, heldur erindi um þessi mál á 20 ára afmælisráðstefnu Reykjavik Internet Marketing Conference (rimc.is) sem fram fer á Reykjavik Natura-hótelinu

...