Úrslitaleikur Keflvíkingarnir Ásgeir Helgi Orrason og Kári Sigfússon, sem skoraði þrjú mörk í einvíginu, fagna marki í fyrri leiknum í Breiðholti.
Úrslitaleikur Keflvíkingarnir Ásgeir Helgi Orrason og Kári Sigfússon, sem skoraði þrjú mörk í einvíginu, fagna marki í fyrri leiknum í Breiðholti. — Morgunblaðið/Eyþór

Keflavík mætir annaðhvort Aftureldingu eða Fjölni í úrslitaleik um sæti í Bestu deild karla í knattspyrnu þrátt fyrir tap gegn ÍR í síðari leik liðanna í undanúrslitum umspilsins í Keflavík í gær.

Leiknum í gær lauk með sigri ÍR, 3:2, en ÍR-ingar komust í 3:0 í fyrri hálfleik. Guðjón Máni Magnússon skoraði tvívegis fyrir ÍR, á 13. mínútu og 17. mínútu, og Bragi Karl Bjarkason bætti við þriðja marki ÍR-inga á 35. mínútu. Kári Sigfússon minnkaði muninn fyrir Keflavík undir lok fyrri hálfleiks áður en Sami Kamel minnkaði muninn í 3:2 á 69. mínútu og þar við sat. Keflavík vann fyrri leik liðanna í Breiðholtinu 4:1 og einvígið því samanlagt 6:4.

Úrslitaleikur umspilsins fer fram á Laugardalsvelli þann 28. september en það skýrist í kvöld hvort Keflavík mætir Aftureldingu eða Fjölni í úrslitunum.

...